Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. september 2021 18:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
VAR ekki í notkun - Bilun í tæknibúnaði
Icelandair
Þarna var Alfreð dæmdur rangstæður í síðasta leik gegn Rúmeníu.
Þarna var Alfreð dæmdur rangstæður í síðasta leik gegn Rúmeníu.
Mynd: Stöð 2 Sport - Skjáskot
Það er ekki VAR, myndbandsdómarakerfið, á leik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld.

Þegar fjölmiðlamenn gengu inn í sína aðstöðu var þar sérmerkt herbergi fyrir 'VAR'. VAR á að vera notað til þess að fara yfir mikilvæg atvik í leiknum.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Rúmenía

Það átti að vera VAR og voru sérstakir VAR-dómarar frá Rússlandi settir á leikinn. Það er hins vegar bilun í tæknibúnaðinum frá UEFA og verður kerfið því ekki í notkun í kvöld.

VAR var notað í fyrsta sinn hér á landi þegar þessi lið mættust fyrir tæpu ári síðan, en þá vann Ísland 2-1. Rúmenar fengu vítaspyrnu í leiknum sem var ákveðin eftir VAR-skoðun. Það var einnig tekið mark af Íslandi vegna rangstöðu. Það var mjög tæpt en mynd af þeirri ákvörðun fylgir fréttinni.

Aðaldómari leiksins í kvöld er frá Hvíta-Rússlandi og heitir Aleksei Kulbakov. Hann hefur dæmt reglulega í Evrópudeildinni og hefur einnig dæmt nokkra leiki í Meistaradeildinni.

Uppfært 18:34 þegar fréttir bárust af bilun í tæknibúnaði.

Sjá einnig:
Sá sem sendi Bravo í sturtu dæmir í Laugardalnum á morgun
Athugasemdir
banner
banner
banner