Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. september 2021 15:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wilshere æfir á Ítalíu en getur ekki skipt þangað
Wilshere í leik með Arsenal fyrir nokkrum árum.
Wilshere í leik með Arsenal fyrir nokkrum árum.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Jack Wilshere er þessa dagana að æfa með Como, sem leikur í Serie B á Ítalíu.

Hinn 29 ára gamli Wilshere hefur verið félagslaus frá því hann yfirgaf Bournemouth eftir síðasta tímabil. Hann fór til Bournemouth í janúar en fékk ekki nýjan samning þar.

Ferill þessa fyrrum leikmanns Arsenal hefur einkennst mikið af meiðslum.

Hann hefur verið að æfa með Como en getur ekki skipt þangað þar sem Bretland er ekki lengur í Evrópusambandinu og Como má ekki skrá fleiri leikmenn utan Evrópusambandsins í sinn leikmannahóp.

Hann fékk að æfa með Como þar sem hann þekkir framkvæmdastjóra félagsins, Dennis Wise.

Wilshere segir að það sé kominn tími til að breyta um umhverfi og fá nýja áskorun. Hann ætlar að prófa eitthvað nýtt og hljómar það eins og hann sé að hugsa um að finna sér félag utan Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner