fim 02. september 2021 18:20
Brynjar Ingi Erluson
Ziyech svarar þjálfaranum - „Segðu sannleikann næst þegar þú tjáir þig"
Hakim Ziyech
Hakim Ziyech
Mynd: Heimasíða Chelsea
Hakim Ziyech, leikmaður Chelsea og Marokkó, virðist vera að elda grátt silfur með þjálfara landsliðsins en hann var ekki valinn í hópinn fyrir verkefnið í september.

Vahid Halilhodzic, þjálfari landsliðsins, gagnrýnd hegðun Ziyech og sagði leikmanninn ekki nenna að æfa og að hann væri alltaf að gera sér upp meiðsli.

„Í fyrsta sinn á þjálfaraferli mínum er ég með landsliðsmann sem vill ekki æfa og þykist vera meiddur þó svo niðurstöður frá læknum gáfu annað til kynna. Hann var með engan aga í síðustu undankeppnum og leit ekki út fyrir að vera leikmaður sem vildi berjast fyrir því að Marokkó kæmist á HM."

„Ég get ekki látið þessa hegðun viðgangast og þá sérstaklega á meðan ég er þjálfari Marokkó,"
sagði Halilhodzic, sem ákvað að velja ekki Ziyech í hópinn.

Leikmaðurinn svaraði honum á Instagram en skilaboðin voru stutt og hnitmiðuð.

„Segðu sannleikann næst þegar þú opnar á þér þverrifuna," sagði Ziyech og bætti svo við trúðatákni. Það er greinilega mikill hiti hjá Marokkó og óvíst hvort hann spili aftur fyrir landsliðið á meðan Halilhodzic er þar við störf.

Sjá einnig:
Þjálfari Marokkó gagnrýnir Ziyech - „Læt þetta ekki viðgangast"
Athugasemdir
banner
banner
banner