Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
laugardagur 27. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
fimmtudagur 28. september
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 25. apríl
Úrvalsdeildin
Brighton - Man City - 19:00
Serie A
Udinese - Roma - 18:00
Úrvalsdeildin
CSKA - Spartak - 17:30
Akhmat Groznyi - Sochi - 17:30
Fakel 0 - 0 Kr. Sovetov
Ural 0 - 1 Rostov
fös 02.sep 2022 14:17 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Alveg ömurlegur varnarleikur, eða hvað?

Það hefur verið nokkuð rætt og skrifað um erfiða byrjun hollenska varnarmannsins Virgil van Dijk á þessari leiktíð.

Hefur mark sem Crystal Palace skoraði gegn Liverpool í annarri umferð deildarinnar verið tekið sem dæmi um þessa erfiðu byrjun sem ritað og rætt hefur verið um.

En er hægt að tala um að þetta hafi verið ömurlegur varnarleikur - í þessu tilfelli - hjá honum? Skoðum það aðeins nánar.

Van Dijk gegn Crystal Palace
Hollendingurinn hefur verið stórkostlegur fyrir Liverpool frá því hann gekk í raðir félagsins frá Southampton fyrir nokkrum árum síðan. Í upphafi þessa tímabils hefur hann nokkuð verið gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu og er alveg hægt að taka undir það.

En það er kannski frekar mikil einföldun að segja að hann hafi verið 'ömurlegur' og ekkert meira en það.

Hann var til að mynda gagnrýndur mikið fyrir mark sem Crystal Palace skoraði gegn Liverpool í síðasta mánuði. Skoðum það mark aðeins.


Ebere Eze fær boltann á vallarhelmingi Crystal Palace. Hann leikur á bæði Trent Alexander-Arnold og Fabinho, og á stórkostlega sendingu í gegn.

Wilfried Zaha er gífurlega snöggur og nær að stinga varnarmenn Liverpool af. Van Dijk hleypur hann uppi, en hægir á sér rétt áður en skotið kemur.

Zaha slúttar með hægri fæti og gerir það óaðfinnanlega vel.

Þarna hafa margir talað um slakan varnarleik hjá Van Dijk en hann er fyrst og fremst settur í erfiða stöðu af liðsfélögum sínum sem verjast illa áður en kemur að þessari stöðu sem má sjá á myndunum fyrir ofan. Það er erfitt að ætlast til þess að Van Dijk sjái um að bjarga öllu, sérstaklega gegn gæðaleikmanni eins og Zaha.

Þegar þú ert miðvörður að verjast sóknarmanni í opinni stöðu - einn á móti einum þar sem sóknarmaður er að sleppa í gegn og þú ert að elta - þá þarftu að meta mögulegar ákvarðanir sóknarmannins. Þú þarft að hindra hættulegustu möguleikana og er hægt að tala um einhvers konar áhættustýringu að því leyti.

Í þessu tiltekna dæmi þar sem Van Dijk er að verjast Zaha þá getur þú sem varnarmaður tekið skrefið fyrir, en það er í raun fyrsta reglan í svona stöðum að gera það ekki því þá ertu að taka ákvörðunina fyrir sóknarmanninn - þú ert að auðvelda stöðuna fyrir honum. Í þessu dæmi getur Zaha þá sótt sér brot, leikið á Van Dijk, farið yfir á hægri fótinn og svo framvegis.



Þetta gerist á gríðarlegum hraða og þú þarft að vera fljótur að taka sem besta ákvörðun.

Van Dijk gerir að mörgu leyti eins vel og hann getur gert á svona háu stigi fótboltans; hann lokar á möguleikann fyrir Zaha að fara yfir á hægri, vísar honum á vinstri fótinn, í þröngan skot vinkil og treystir því að markmaðurinn nái að þrengja á móti og verja. Hann treystir augljóslega mikið á Alisson og hefur gert það oft áður, skiljanlega þar sem Alisson er stórkostlegur markvörður.

Þarna gengur það ekki vel þar sem Zaha slúttar stórkostlega með veikari fæti sínum. Það getur gerst en þessi staða myndast út frá því sem gerist á undan, ofar á vellinum.


Wilfried Zaha.

Það hafa einhverjir líka sett spurningamerki við varnarleik Van Dijk í fyrra markinu í 2-1 tapinu gegn Manchester United, og það er klárlega skiljanlegt. En það er margt annað sem fer úrskeiðis í því marki og er hægt að lesa nánar um það á vef The Athletic með því að smella hérna. Varnarlína Liverpool hefur ekki verið að tengja rosalega vel í upphafi tímabils og það er ekki hægt að skella allri skuldinni á Van Dijk - þó hann hafi klárlega oft spilað betur en akkúrat núna.

Svipuð dæmi hér á Íslandi
Það er hægt að taka svipað dæmi hérna á Íslandi með Arnór Svein Aðalsteinsson, miðvörð KR, í undanförnum leikjum.

Hér fyrir neðan má sjá mark sem KR fékk á sig gegn Víkingum í Mjólkurbikarnum um daginn.



Arnór Sveinn er líklega með svipaða hugsun og Van Dijk gegn Crystal Palace, en það er kannski enn flóknari staða sem kemur upp í tilfelli hans. Hann er með fleiri menn í kringum sig sem hann þarf að hugsa um því aðrir leikmenn KR eru út úr stöðu.

Gegn Víkingi vill hann vísa manninum út, verja markið sitt og treysta því að ef sóknarmaðurinn er í þröngri stöðu þá sé markmaðurinn með það, en þarna er leikmyndin galopin. Ef hann rýkur strax út er hætta á krossi út í teiginn, en vandamál Arnórs í þessu tilfelli er að hann þrengir ekki skot vinkilinn nægilega mikið, nægilega fljótt. Hann veikir ekki þann möguleika sóknarmannsins til muna og er þess í stað að hugsa of mikið um fyrirgjöfina. Hann leyfir Ara Sigurpálssyni að taka skotið á betri fætinum sínum.

Þetta er of gott færi til að stíga ekki aðeins upp, hann er of lengi að loka á skot vinkilinn.

Gegn Leikni - í leik sem KR tapaði 4-3 - var hann aftur skilinn í erfiðri stöðu þegar sigurmarkið kom.


KR tapar boltanum ofarlega. Kristinn Jónsson er úr stöðu er hann missir boltann.

Sending upp völlinn og Aron Kristófer - sem er ekki vanur að leika miðvörð - rennur á rassgatið. Hann skilur Arnór eftir í erfiðri stöðu þar sem hann er í raun að dekka tvo menn.

Arnór hleypur niður en það er erfitt að verjast á svona stóru svæði. Hann tekur að lokum ákvörðunina að hlaupa að Dalügge en hann gerir það of seint.

Dalügge lætur vaða og skorar.

Þarna lendir hann í því að verjast einn á stóru svæði með tvo menn sem hann þarf að hugsa um. Þetta er auðvitað erfið staða sem skapst út af því sem gerist fimm sekúndum á undan.

Hann verst fyrir miðju og reynir þannig að þrengja vinkil framherjans en aftur lokar hann ekki nægilega á skot möguleikann og því hægt að flokka það sem dapran varnarleik að því leyti. Hann er mikið að hugsa um sendinguna og lengi að loka á skot vinkilinn.

En þetta er auðvitað erfið staða sem hann settur í út af því sem gerist á undan.

Arnór átti annars að mörgu leyti flottan leik gegn Víkingum um daginn. Fjórtán sinnum komst hann inn í sendingu eða skot, sem er mjög vel gert.


Hérna er önnur staða sem kemur þegar varnarlína KR er á betri stað og Arnór þarf ekki að hugsa um eins marga hluti í einu. Ari Sigurpáls keyrir á vörnina og kemur sér í skotstöðu.

En Arnór gerir vel að stíga aðeins upp á réttum tíma og lokar vel á skotvinkilinn.

Nema það sé alveg síðasti kostur
Það spyrja kannski sumir af hverju varnarmennirnir eru ekki agressívir í þessum tilfellum og hendi sér fyrir af öllum krafti. Í þessum tilfellum sem voru skoðuð hér fyrir ofan, þá er boltamaðurinn með nokkuð marga möguleika sem þarf að rýna í og hugsa um.

Í varnarleik hendirðu þér helst ekki fyrir af öllum krafti nema það sé síðasti kostur og þú sérð ekkert annað í stöðunni, eða þá að þú sért með annan mann til að aðstoða á bak við þig (e. cover). Það er margt sem getur farið úrskeiðis ef þú hendir þér fyrir af fullum krafti; þú getur fengið skotið í þig og það farið inn, sóknarmaðurinn getur fíflað þig auðveldlega eða þú getur gefið víti.

Sem varnarmaður þá þarftu að greina leikmyndina, möguleika sóknarmannins og áhættustýra aðstæðunum sem koma upp. Þú þarft að vera klókur og reyna að lesa leikinn eins vel og þú getur. Stundum er það mjög erfitt verk og fer auðvitað líka mikið eftir gæðum andstæðingsins hverju sinni.

Það er stundum voðalega einfalt að segja að eitthvað sé 'ömurlegur' varnarleikur, en það verður líka að skoða stóra samhengið - hvað gerist á undan og hvernig stöðu varnarmaðurinn er í. Stundum gera leikmenn bara mistök, en stundum er eitthvað meira að baki sem vert er að hugsa um.

Það er ekki alltaf allt síðasta varnarmanninum að kenna - þetta er liðsíþrótt - og dæmin hér að ofan sýna það, þó að það sé vissulega hægt að lesa í og áhættustýra ákveðnum aðstæðum mismunandi vel.


Athugasemdir
banner
banner