Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. september 2022 15:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta um Bellerín: Elska þennan krakka
Mynd: EPA
„Hann hringdi í mig mjög seint í gærkvöldi. Það var samtal sem við vorum vanir að taka þegar við vorum liðsfélagar og mjög góðir vinir, hlutverk þjálfara og leikmanns var tekið í burtu," sagði Mikel Arteta um Hector Bellerín í dag.

Bellerín yfirgaf Arsenal eftir tíu ár hjá félaginu í gær. Arteta tók við stjórnartaumunum hjá Arsenal í desember 2019 og lék Bellerín undir hans stjórn út tímabilið 19-20 og svo tímabilið 20-21. Á síðasta tímabili var bakvörðurinn á láni hjá Real Betis á Spáni og í gær gekk hann í raðir Barcelona.

Þeir voru liðsfélagar undir lok ferilsins hjá Arteta. „Ég elska krakkann, elska hvað hann hefur gert fyrir félagið, hann er einstaklingur sem ég ber sterkar tilfinningar til."

„Ég veit að þetta er einn af hans draumum (að spila hjá Barcelona) og vonandi getur hann upplifað þann draum og komið ferlinum aftur á skrið því hann er ennþá ungur og á margt ógert,"
sagði Arteta.

Bellerín er 27 ára gamall Spánverji sem kom til Arsenal frá Barcelona árið 2012. Hjá Arsenal varð hann þrisvar sinnum bikarmeistari og vann samfélagsskjöldinn þrisvar.
Athugasemdir
banner
banner
banner