Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 02. september 2022 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Kalt er það Klara
Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.)
Kominn með fjögur mörk í sumar.
Kominn með fjögur mörk í sumar.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Guðmundur Axel Hilmarsson úr Þrótti er ICE leikmaður 19. umferðar í 2. deild karla að mati Ástríðunnar. Hann skoraði tvö mörk gegn KFA í umferðinni.

„Loksins veljum við Þróttara. Þá skoraði Hinrik Harðar ekki," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni. Þáttarstjórnendur hafa verið nálægt því að velja Þróttara sem leikmann umferðarinnar að undanförnu og hefur Hinrik Harðarson gert terkt tilkall.

„Nú er Hinrik brjálaður, hann er öskrandi á símann sinn," sagði Gylfi Tryggvason á léttu nótunum.

„Og pabbi hans líka, 'kalt er það Klara' segir pabbi hans. Guðmundur Axel kemur inn sem varamaður á 43. mínútu fyrir meiddan Aron Snæ Ingason. Hann gerir tvö mörk og klárar leikinn fyrir þá," sagði Sverrir.

Guðmundur er fæddur árið 2001 og var að skora sitt 3. og 4. mark í sumar. Þróttur getur endanlega tryggt sér sæti í 1. deild að ári með sigri gegn Haukum á morgun.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum

20. umferðin:
laugardagur 3. september
14:00 KF-Njarðvík (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 Magni-KFA (Grenivíkurvöllur)
14:00 Þróttur R.-Haukar (AVIS völlurinn)
14:00 Höttur/Huginn-Ægir (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Víkingur Ó.-Reynir S. (Ólafsvíkurvöllur)
16:00 ÍR-Völsungur (ÍR-völlur)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico (ÍR)
2. umferð - Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
3. umferð - Kristófer Óskar Óskarsson (Magni)
4. umferð - Sævar Gylfason (KF)
5. umferð - Izaro (Þróttur)
6. umferð - Dimitrije Cokic (Ægir)
7. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
8. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
9. umferð - Áki Sölvason (Völsungur)
10. umferð - Miroslav Zhivkov Pushkarov (Þróttur R.)
11. umferð - Marteinn Már Sverrisson (KFA)
12. umferð - Ólafur Darri Sigurjónsson (Haukar)
13. umferð - Ivan Jelic (Reynir S.)
14. umferð - Áki Sölvason (Völsungur)
15. umferð - Hinrik Harðarson (Þróttur R.)
16. umferð - Hjörvar Sigurgeirsson (Höttur/Huginn)
17. umferð - Matheus Gotler (Höttur/Huginn)
18. umferð - Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
Ástríðan - 19. umferð - Hart barist á báðum endum í 3.deild, fáum við fallbaráttu í 2.deild?
Athugasemdir
banner
banner
banner