Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. september 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef hún heldur rétt á spöðunum þá hefur hún hæfileika til þess"
Icelandair
Auður kom inn í landsliðshópinn á EM.
Auður kom inn í landsliðshópinn á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra Sigurðardóttir hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins undanfarin ár. Í undanförnum landsliðsverkefnum hefur hún verið með þær Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og Telmu Ívarsdóttur í hópnum.

Þær tvær glíma báðar við meiðsli sem þær urðu fyrir á EM í júlí. Nú eru þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir með Söndru í hópnum.

„Þær eru flottar, eru báðar flottir markmenn. Vissulega á ólíkum stað þegar kemur að aldri og reynslu en eru bara frábærar, gott að vinna með þeim og við náum bara allar vel saman. Þetta breytir alls ekki öllu," sagði Sandra.

Hún er leikmaður Vals og Auður er samningsbundin Val þó að hún hafi verið lánuð annað undanfarin tímabil. Auður er tvítug, á hún eftir að ná langt?

„Ef hún heldur rétt á spöðunum þá hefur hún hæfileika til þess. Ekki spurning, en hún þarf að vera klók og vinna vel í sínu. Þá getur hún gert allt sem hún vill," sagði Sandra.

Hún verður líklega í markinu í kvöld þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 17:30. Söndru dreymir um að spila á HM næsta sumar og sigur í kvöld myndi hjálpa við að ná því markmiði.
Sandra Sig: Það var geggjað, hann er frábær tónlistamaður
Athugasemdir
banner
banner
banner