Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 02. september 2022 15:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erum miklu betri en hausinn má ekki fara til Hollands strax
Icelandair
Frá æfingu hjá stelpunum í gær.
Frá æfingu hjá stelpunum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar mæta Hvíta-Rússlandi á eftir.
Stelpurnar mæta Hvíta-Rússlandi á eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið leikur í kvöld gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni HM gegn Hvíta-Rússlandi.

Lestu um leikinn: Ísland 6 -  0 Hvíta-Rússland

Liðið mætir Hvíta-Rússlandi í eina heimaleik sínum á árinu. Er þetta næst síðasti leikur liðsins í undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið en með sigri kemur liðið sér í kjörstöðu varðandi það að vinna riðilinn.

Hvíta-Rússland er sýnd veiði en ekki gefin. Þær unnu Tékkland fyrr í sumar og ljóst er að það er eitthvað í þeirra lið spunnið. Stelpurnar okkar unnu 0-5 sigur á útivelli gegn Hvítu-Rússum en það skal ekki vanmeta þeirra lið.

„Liðið er í þvílíkt góðum séns á því að tryggja sig inn á HM í fyrsta skipti. Þetta er í þeirra höndum," sagði landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, Sonný Lára Þráinsdóttir, í Heimavellinum.

Framundan á þriðjudaginn er leikur gegn Hollandi þar sem það kemur til með að skýrast hvort Ísland fer beint á HM eða ekki, en leikurinn í kvöld er algjör lykilleikur upp á það að vera í sem bestri stöðu fyrir leikinn út í Hollandi.

„Það skiptir öllu máli að klára þennan leik (gegn Hvít-Rússum)," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir á Heimavellinum.

„Þetta er lúmskur leikur," sagði Sonný Lára en Hvíta-Rússland vann Tékkland fyrr í sumar. „Þessi 5-0 sigur telur ekkert núna. Fólk má ekki láta blekkjast af þessum tölum."

„Ég skal viðurkenna það að ég er löngu farin fram úr mér og komin til Hollands, en svo fór ég að skoða hvað er búið að vera í gangi með þetta lið Hvíta-Rússlands. Auðvitað erum við miklu betri en þær en það má ekkert vanmat," sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Þetta er leikurinn sem skiptir öllu máli," sagði Guðrún Jóna janframt.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, talaði um það á fréttamannafundi í gær að það væri ekkert búið að minnast á Holland innan hópsins, öll einbeiting væri á leiknum í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 og er um að gera að skella sér á völlinn. Það er nóg af miðum til.
Heimavöllurinn: Mætum og klárum dauðafærið!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner