Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. september 2022 00:09
Ívan Guðjón Baldursson
Guðlaugur Victor byrjaði í frábærum sigri gegn New York City
Mynd: DC United

Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í fótboltaleikjum úti í heimi á lokadegi félagsskiptaglugga helstu deilda Evrópu.


Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn á miðjunni í sigri DC United gegn New York City FC í MLS deildinni. Wayne Rooney var kátur á hliðarlínunni og er hann ánægður með framlag Guðlaugs Victors fyrir sitt nýja félag.

DC er á botni deildarinnar með 25 stig úr 28 leikjum en sem betur fer fyrir Rooney og félaga fellur ekkert lið úr deildinni. Róbert Orri Þorkelsson og félagar í Houston Dynamo eru með 29 stig eftir afar óvæntan sigur gegn Los Angeles FC.

Róbert Orri var ekki í hóp vegna meiðsla en sigurinn afar frækinn.

New York City 1 - 2 DC United
0-1 O. Kamara ('24)
1-1 Heber ('27)
1-2 S. Birnbaum ('57)

Houston Dynamo 2 - 1 Los Angeles FC
1-0 S. Ferreira ('13, víti)
1-1 C. Arango ('19)
2-1 G. Dorsey ('75)

Í Danmörku var Mikael Neville Anderson ónotaður varamaður í stórsigri Århus í bikarnum. AGF skoraði átta mörk í leiknum og var Mikael hvíldur fyrir mikilvægari átök í efstu deild.

Viðar Ari Jónsson spilaði síðustu 40 mínúturnar í markalausu jafntefli Honved gegn Ujpest í Ungverjalandi og er Honved með fimm stig eftir sex umferðir. 

Andri Fannar Baldursson var að lokum ónotaður varamaður í 1-1 jafntefli NEC Nijmegen gegn AZ Alkmaar í Hollandi.

Vatanspor 0 - 8 Århus

Honved 0 - 0 Ujpest

AZ Alkmaar 1 - 1 NEC Nijmegen


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner