Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 02. september 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Howe um Dubravka: Verður að skilja og virða óskir leikmannsins
Mynd: Manchester United
Martin Dubravka gekk í gær í raðir Manchester United á láni frá Newcastle út tímabilið. Man Utd greiðir 2 milljónir punda fyrir lánið og getur keypt Dubravka, sem er 34 ára markvörður, fyrir 6 milljónir punda á meðan lánssamningnum stendur.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Crystal Palace á morgun. Hann var spurður út í Dubravka.

„Martin er augljóslega ennþá okkar leikmaður, hann er á láni. Við vildum ekki missa hann en þú verður að skilja og virða óskir leikmannsins. Vonandi er er þetta niðurstaða sem hentar honum," sagði Howe.

Dubravka hefur verið hjá Newcastle síðan í janúar 2018. Þá kom hann á láni frá Spörtu í Prag og var þá um sumarið fengið alfarið til Newcastle. Dubravka er Slóvaki sem var aðalmarkvörður Newcastle þar til liðið fékk Nick Pope í sínar raðir í sumar.

Hjá Manchester United verður Dubravka varamarkvörður fyrir David De Gea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner