fös 02. september 2022 10:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegt byrjunarlið Íslands - Hver kemur inn fyrir Karólínu?
Icelandair
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið spilar í dag gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni HM.

Liðið mætir Hvíta-Rússlandi í eina heimaleik sínum á árinu. Er þetta næst síðasti leikur liðsins í undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið en með sigri kemur liðið sér í kjörstöðu varðandi það að vinna riðilinn.

Hvíta-Rússland er sýnd veiði en ekki gefin. Þær unnu Tékkland fyrr í sumar og ljóst er að það er eitthvað í þeirra lið spunnið.

En hvernig verður byrjunarlið Íslands í þessum leik?



Stærsta spurningamerkið er líklega hver kemur inn í liðið fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sem er meidd. Það er búist við því að Þorsteinn Halldórsson verði með sömu miðju og í fyrstu tveimur leikjunum á EM og muni setja inn nýjan kantmann.

Steini hefur mikið verið að setja Svövu Rós Guðmundsdóttur, leikmann Brann, inn af bekknum en við spáum því að hún muni byrja í kvöld.

Við spáum því jafnframt að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir muni taka stöðu Hallberu Guðnýjar Gísladóttur í vinstri bakverðinum og að Guðný Árnadóttir komi inn í hægri bakvörðinn.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 og við hvetjum auðvitað alla til að skella sér á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner