Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 02. september 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool getur keypt Arthur fyrir 32 milljónir punda
Mynd: Liverpool

Liverpool vantaði miðjumann vegna mikilla meiðslavandræða og krækti í brasilíska landsliðsmanninn Arthur á lánssamningi frá Juventus.


Juventus staðfesti það með yfirlýsingu fyrr í kvöld að Liverpool borgar 4,5 milljónir evra fyrir lánssamninginn og getur svo keypt miðjumanninn fyrir 37,5 milljónir til viðbótar, eða 32 milljónir punda.

Arthur var hjá Barcelona áður en hann gekk í raðir Juventus og fær núna tækifæri til að sanna sig á Englandi. Hann þótti ekki sérstakur hvorki á Spáni né Ítalíu en hver veit nema að hann smellpassi á miðjuna hans Jürgen Klopp.

Juventus borgaði fleiri tugi milljóna til að kaupa Arthur fyrir tveimur árum en það var gert í fullu samráði við Barcelona sem gerði slíkt hið sama til að kaupa Miralem Pjanic á sama tíma. Félögin borguðu um 60 til 80 milljónir evra fyrir þessa leikmenn og skiptu þeim þannig á milli sín og náðu um leið að forðast refsingu vegna brota á fjármálaháttvísisreglum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner