Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 02. september 2022 15:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pep: Akanji er fullkominn fyrir City
Akanji gegn City í Meistaradeildinni
Akanji gegn City í Meistaradeildinni
Mynd: EPA
Manuel Akanji var keyptur til Manchester City undir lok félagsskiptagluggans. Akanji er 27 ára svissneskur varnarmaður. Hann er örvfættur og kom frá Borussia Dortmund, City borgaði 15 milljónir punda fyrir hann.

Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í komu leikmannsins á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Aston Villa á morgun.

„Við gátum ekki verið bara með tvo miðverði á þessum kafla þar sem það er ótrúlega mikið leikjaálag framundan," sagði Guardiola. Aymeric Laporte er fjarri góðu gamni og þá er Nathan Ake einnig meiddur. John Stones og Ruben Dias voru einu eiginlegu miðverðir liðsins sem voru heilir heilsu.

„Við fengum tækifæri til að taka inn einn leikmann sem átti eitt ár eftir af samningi sínum hjá Dortmund og er með reynslu frá Þýskalandi og með svissneska landsliðinu."

„Hann passar fullkomlega inn í það sem við þurfum. Hann er snöggur, góður í uppspilinum, við sáum það þegar við spiluðum á móti Dortmund. Ég er mjög ánægður að hann sé hér. Það er góð samkeppni um miðvarðastöðurnar,"
sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner