Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 02. september 2022 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk: Fólk þarf að fara úr sófanum og mæta
Icelandair
Sara Björk var í sólskynsskapi á æfingu Íslands í gær og það má búast við frábæru veðri í Laugardalnum í kvöld þegar leikurinn fer fram.
Sara Björk var í sólskynsskapi á æfingu Íslands í gær og það má búast við frábæru veðri í Laugardalnum í kvöld þegar leikurinn fer fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leikur Íslands og Hvíta Rússlands í undankeppni HM 2023 fer fram á Laugardalsvelli klukkan 17:30 í dag. Miðasalan hefur farið frekar hægt af stað og Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði vill sjá fólk mæta á völlinn.

Smelltu hér til að fara í miðasöluna


Laugardalsvöllur tekur 9800 áhorfendur í sæti en í gær var aðeins búið að selja 3300 miða sem er svipaður fjöldi og íslenskir áhorfendur á hverjum leik á EM í Englandi í sumar.

„Fólk þarf að mæta á völlinn. Það var mikið hype í kringum EM og margt fólk sem flaug út og horfði á leikina," sagði Sara Björk en margir kvörtuðu yfir hversu fljótt var uppselt á leikina í Manchester í sumar og einnig yfir því að Ísland spilaði ekki æfingaleik hér heima fyrir EM í sumar.

„Núna er tækifæri, við erum að spila heima en gátum ekki spilað heima fyrir EM. Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta. Félögin verða líka að ýta undir að stelpurnar mæti á leiki og sem flestir," sagði Sara Björk.


Athugasemdir
banner
banner