Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 02. september 2022 19:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Úrslitaleikur í Utrecht eftir stórsigur Íslands á Hvíta Rússlandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland 6 - 0 Hvíta-Rússland
1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir ('13 , víti)
2-0 Sara Björk Gunnarsdóttir ('15 )
3-0 Dagný Brynjarsdóttir ('46 )
4-0 Glódís Perla Viggósdóttir ('71 )
5-0 Dagný Brynjarsdóttir ('81 )
6-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('82 )
Lestu um leikinn

Íslenska kvennalandsliðið tók á móti því Hvít-rússneska á Laugardalsvelli í undankeppni HM í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 6 -  0 Hvíta-Rússland

Þetta byrjaði virkilega vel fyrir Ísland þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði liðsins var búinn að skora tvö mörk eftir korters leik.

Hin unga Amanda Andradóttir var í byrjunarliðinu og hún hélt að hún hafði komið liðinu í 3-0 en mark hennar dæmt af vegna rangstöðu. 2-0 var því staðan í hálfleik.

Dagný Brynjarsdóttir kom boltanum í netið eftir langt innkast frá Sveindísi Jane strax í upphafi síðari hálfleiks. Glódís Perla Viggósdóttir skallaði hornspyrnu Amöndu í netið og kom Íslandi í 4-0.

Dagný var aftur á skotskónum þegar 10 mínútur voru eftir. Sveindís fór illa með varnarmenn Hvít Rússa inn á teignum og lagði boltann á Dagnýu og eftirleikurinn auðveldur. Selma Sól kom inná sem varamaður og setti sjötta markið tveimur mínútum síðar.

Þetta eru frábær úrslit fyrir Ísland þar sem liðið er komið á toppinn í riðlinum og dugir jafntefli gegn Hollandi ytra á þriðjudaginn til að koamst beint á HM sem haldið verður í Ástralíu og Nýja Sjálandi á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner