Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. september 2022 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Væri það góð lausn að færa Dagnýju framar?
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir byrja saman á miðjunni í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi klukkan 17:30.

Er þetta gríðarlega mikilvægur leikur í vegferð Íslands að HM. Með sigri kemur liðið sér á topp riðilsins fyrir lokaleik gegn Hollandi.

Lestu um leikinn: Ísland 6 -  0 Hvíta-Rússland

Þessi miðja byrjaði saman fyrstu tvo leikina á EM og var mikil umræða um að hún væri ekki að virka saman.

Í Heimavellinum var rætt um það að færa Dagnýju Brynjarsdóttur framar á völlinn, en hún hefur verið að leika mikið sem djúpur miðjumaður í landsliðinu. Hafa þá Gunnhildi og Söru aðeins fyrir aftan, eða jafnvel bara Söru.

Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður, kom inn á það að eiginleikar Dagnýjar væru best nýttir framar á vellinum og var einnig komið inn á það að Sara væri mjög öflug í því að vera djúp á miðsvæðinu.

Það er spurning hvort við sjáum þessa útfærslu eitthvað í dag, eða hvort Steini verði áfram með Dagnýju aftarlega á vellinum.

Hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni í spilaranum fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Mætum og klárum dauðafærið!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner