Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. október 2017 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grétar Snær í U21 landsliðið fyrir Mikael Anderson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Grétar Snær Gunnarsson hefur verið kallaður inn í hóp U21 ára liðs karla vegna meiðsla Mikael Anderson.

Grétar er samningsbundinn FH en hann spilaði með HK á seinni hluta tímabilsins og þótti standa sig vel. HK, eða lið fólksins eins og þeir eru oft kallaðir, spilaði ótrúlega í seinni hlutanum.

Ísland á tvo leiki núna í október, en báðir eru leiknir ytra. Liðið mætir Slóvakíu 5. október og Albaníu 10. október.

Grétar hefur leikið þrjá leiki fyrir U21 ára lið Íslands.

Hér að neðan eru hópurinn í heild sinni.

Markverðir:
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Aron Snær Friðriksson (Fylkir)
Hlynur Örn Hlöðversson (Fram)

Aðrir leikmenn:
Albert Guðmundsson (PSV)
Alfons Sampsted (Norrköping)
Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Axel Óskar Andrésson (Reading)
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Óttar Magnús Karlsson (Molde)
Viktor Karl Einarsson (AZ Alkmaar)
Jón Dagur Þorsteinsson (Fulham)
Júlíus Magnússon (Heerenveen)
Samúel Kári Friðjónsson (Vålerenga)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Halmstad)
Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Ari Leifsson (Fylkir)
Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Grétar Snær Gunnarsson (FH)
Athugasemdir
banner
banner