Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 02. október 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool hafnaði tilboði frá Juventus í Emre Can
Mynd: Getty Images
Samningur Emre Can við Liverpool rennur út næsta sumar og neitaði félagið að selja hann fyrir lok félagsskiptagluggans.

Juventus hafði áhuga á miðjumanninum og staðfesta ítölsku meistararnir fyrst núna að þeir hafi reynt að kaupa Tyrkjann.

„Við búumst ekki við að gera nein stórkaup í janúar. Við erum með frábæran leikmannahóp og mjög sterka miðjumenn," sagði Beppe Marotta, stjórnarformaður Juventus, við Premium Sport.

„Við höfum trú á leikmönnum okkar og við búumst ekki við því að Liverpool vilji selja Emre Can í janúar.

„Við reyndum að kaupa hann í sumar en þeir rauðu vildu ekki selja hann, ég býst ekki við að félagið skipti um skoðun eftir hálft tímabil."

Athugasemdir
banner