mán 02. október 2017 09:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku á að mæta fyrir rétt í Los Angeles í dag
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Romelu Lukaku kom sér í klandur í Los Angeles í Bandaríkjunum í sumar.

Hann var í fríi með Paul Pogba, vini sínum, stutu áður en hann gekk í raðir Manchester United frá Everton fyrir 90 milljónir punda.

Það var of mikill hávaði hjá þeim félögum, en lögregla var kölluð til að heimili í Beverly Hills vegna of mikils hávaða.

Lukaku var handtekinn, en þetta átti sér stað þann 2. júlí.

Hann á að mæta fyrir rétt í dag í Los Angeles. Ekki er vitað hvort hann mæti sjálfur eða sendi lögfræðing fyrir sína hönd.

Lukaku hefur raðað inn mörkum með Manchester United í upphafi tímabils, en hann er núna að fara til móts við belgíska landsliðið fyrir síðustu leikina í undankeppni HM. Belgía mun spila á HM á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner