mán 02. október 2017 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Morata gæti verið frá í meira en mánuð
Mynd: Getty Images
Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Morata missir af næstu vikum tímabilsins eftir að hafa meiðst aftan á læri snemma leiks í tapinu gegn Manchester City.

Morata er búinn að gera sjö mörk í átta leikjum frá komu sinni til höfuðborgarinnar.

Talið er að vöðvinn verði kominn í lag eftir rétt rúman mánuð. Spánverjinn gæti misst af báðum leikjunum gegn Roma í Meistaradeildinni auk fjögurra úrvalsdeildarleikja.

Hinn 24 ára gamli Morata kom frá Real Madrid og kostaði Englandsmeistarana rétt rúmlega 70 milljónir.
Athugasemdir
banner
banner
banner