Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 02. október 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Morata getur ekki spilað með Spáni vegna meiðsla
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Alvaro Morata hefur dregið sig úr spænska landsliðshópnum vegna meiðsla.

Morata þurfti að fara meiddur af velli þegar 35 mínútur voru búnar af leik Chelsea og Manchester City um helgina.

„Þegar þú spilar þrjá stóra leiki á sjö dögum getur svona gerst. Við tókum hann (Morata) útaf áður en að eitthvað alvarlegt gerðist og því hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu," sagði Antonio Conte, stjóri Chelsea um Morata eftir leikinn gegn Manchester City.

Hinn 24 ára gamli Morata, sem kom til Chelsea frá Real Madrid í sumar, er einn af þremur leikmönnum sem Spánn verður án í leikjum gegn Ísrael og Albaníu í undankeppni HM.

Dani Carvajal, bakvörður Real Madrid, og Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona, eru líka frá.

Inn í spænska hópinn í þeirra stað koma Aritz Aduriz, 36 ára gamall sóknarmaður Athletic Bilbao, Alvaro Odriozola, bakvörður Real Sociedad, og Jonathan Viera, leikmaður Las Palmas.

Sigur gegn annað hvort Albaníu eða Ísrael verður líklega nóg fyrir Spánverja til að tryggja sig inn á HM í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner