Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 02. október 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Við söknum ekki Pogba
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segist ekki hugsa mikið um Paul Pogba eða aðra leikmenn á meðan þeir eru meiddir.

Pogba hefur verið frá síðan 12. september þegar hann fór meiddur af velli gegn Basel í Meistaradeildinni. Mourinho reiknar með því að Pogba verði lengi frá

En United hefur verið að spila vel án hans þar sem Marouane Fellaini hefur verið að stíga upp. Fellaini spilaði við hlið Nemanja Matic gegn Crystal Palace um helgina og skoraði tvö mörk.

„Við söknum aldrei þeirra leikmanna sem eru meiddir," sagði Mourinho við blaðamenn um helgina.

„Svona hugsum við. Þegar þeir eru meiddir, þá hugsum við ekki neitt um þá. Þegar við vælum yfir meiðslum leikmanna þá er það eins og við treystum ekki öðrum leikmönnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner