Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 02. október 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Varnarmaður Lyon fékk ótrúlegt rautt spjald
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn Marcelo, sem spilar fyrir Lyon í Frakklandi, fékk ótrúlegt rautt spjald í leik gegn Angers.

Staðan var 3-1 fyrir Lyon en leiknum lauk með 3-3 jafntefli. Lyon er í efri hluta deildarinnar, með 13 stig eftir 8 umferðir.

Leikritið hófst þegar Marcelo var dæmdur brotlegur rétt fyrir utan eigin vítateig.

Honum fannst dómurinn ósanngjarn og kvartaði í dómaranum, sem veifaði gula spjaldinu engu að síður.

Þegar dómarinn var að fara að setja spjaldið aftur í vasann rakst hann í Marcelo og missti spjaldið.

Dómarinn taldi varnarmanninn hafa gert þetta viljandi og gaf honum rautt spjald, eins og hægt er að sjá hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner