Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 02. október 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Nacho í flugi með .net – Vill spila áfram á Íslandi
Nacho í fluginu í dag.
Nacho í fluginu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Óvíst er hvort spænski varnarmaðurinn Nacho Heras leiki áfram með Víkingi Ólafsvík næsta sumar eftir fall liðsins úr Pepsi-deildinni um helgina.

Nacho sat við hliðina á ritstjórum Fótbolta.net í flugvél á leið til London í dag. Nacho er á leið heim til Spánar í frí á meðan Fótbolti.net er á leið til Tyrklands til að fjalla um landsleikinn stóra á föstudaginn.

„Ég var mjög ánægður á Íslandi og kann vel við fólkið þar,” sagði Nacho við Fótbolta.net í 37 þúsund feta hæð í dag.

„Ég ætla að ræða við Víking um næsta sumar en ég er líka opinn fyrir öðrum félögum. Það væri frábært að koma aftur til Íslands því það var góð reynsla fyrir mig að spila þar.”

Hinn 25 ára gamli Nacho kom til Ólafsvíkinga í vor og var fastamaður í vörn liðsins í sumar. Hann var á sínum tíma á mála hjá spænska úrvalsdeildarliðinu Espanyol þar sem hann spilaði í varaliðinu.

Á yngri árum var Nacho í unglingaliði Atletico Madrid þar sem hann lék með leikmönnum eins og David De Gea og Koke.
Athugasemdir
banner
banner