Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 02. október 2017 12:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rene Joensen verður í Grindavík næstu tvö árin
Mynd: Grindavík
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert nýjan tveggja ára samning við Rene Joensen. Frá þessu er sagt í fréttatilkynningu.

Rene er færeyskur landsliðsmaður sem kom til Grindavíkur áður en félagskiptaglugginn lokaði í júlí.

Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á báðum köntunum, í bakverði og á miðjunni.

Rene var í yngri liðum Bröndby á sínum tíma en hann lék síðan með HB í heimalandinu 2014 og 2015. Hann lék með Vendsyssel í Danmörku áður en hann samdi við Grindavík.

Grindavík endaði í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner