Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 02. október 2017 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rickie Lambert leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Rickie Lambert, fyrrum sóknarmaður Liverpool, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu, 35 ára gamall.

Lambert hóf feril sinn hjá Blackpool og spilaði síðan fyrir Macclesfield Town, Stockport County, Rochdale, Bristol Rovers, Southampton, Liverpool, West Bromwich Albion og Cardiff City.

Hann spilaði meirihluta ferils síns í neðri deildunum, en hann spilaði fyrst í ensku úrvalsdeildinni, þrítugur með Southampton.

Hann spilaði mjög vel með Southampton og var í kjölfarið valinn í enska landsliðið og keyptur til Liverpool.

„Ég er heppinn að hafa verið eins lengi og ég hef verið í þessari íþrótt," sagði Lambert í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. „Ég vil þakka öllum félögunum sem ég hef spilað fyrir, sérstaklega Southampton þar sem ég átti bestu ár mín sem fótboltamaður."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner