Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. október 2017 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U17 kvennalandsliðið hafði betur gegn Aserbaídsjan
Mynd: KSÍ
Stelpurnar í íslenska U17 ára landsliðinu hófu keppni í undankeppninni fyrir EM U17 ára liða sem fram fer á næsta ári.

Undanriðillinn er spilaður í Aserbaídsjan og mætti lið Íslands heimakonum í Aserbaídsjan strax í fyrsta leik.

Ísland spilaði vel í leiknum og vann 2-0. Helena Ósk Hálfdándardóttir, leikmaður FH, skoraði fyrsta markið og Clara Sigurðardóttir úr ÍBV skoraði annað markið í upphafi seinni hálfleiks.

Ísland leikur gegn Svartfjallalandi í næsta leik á fimmtudag, en Svartjallaland tapaði 22-0 gegn Spánverjum í dag. Efstu tvö liðin í riðlinum fara áfram í milliriðla.

Byrjunarliðið:
Markvörður: Birta Guðlaugsdóttir
Hægri bakvörður: Karólína Jack
Vinstri bakvörður: Kristín Erla Ó. Johnson
Miðverðir: Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz og Hildur Þóra Hákonardóttir (c)
Miðja: Ísafold Þórhallsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Clara Sigurðardóttir
Hægri kantur: Barbára Sól Gísladóttir
Vinstri kantur: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Framherji: Helena Ósk Hálfdánardóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner