Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 02. október 2017 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Winks valinn í landsliðið fyrir Fabian Delph og Phil Jones
Harry Winks gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik á næstu dögum.
Harry Winks gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik á næstu dögum.
Mynd: Getty Images
Harry Winks getur spilað sinn fyrsta A-landsleik fyrir England gegn Slóveníu eða Litháen.

Winks kemur inn í liðið eftir að Fabian Delph og Phil Jones voru sendir heim vegna meiðsla.

Miðjumaðurinn ungi hefur byrjað síðustu tvo leiki fyrir Spurs og kemur beint úr U21 landsliðshópnum og hefur spilað 23 unglingalandsleiki.

Meiðslin þýða að England hefur fjóra miðjumenn til að velja úr auk nýliðans. Það eru þeir Eric Dier, Jake Livermore, Jordan Henderson og Alex Oxlade-Chamberlain.

Englendingar fá Slóvena í heimsókn á fimmtudagskvöldið og heimsækja svo Litháa á sunnudaginn.

Ljónin þrjú eru með fimm stiga forystu á toppnum þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner