Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. október 2020 23:33
Victor Pálsson
Perotti fer frítt til Tyrklands
Mynd: Getty Images
Vængmaðurinn öflugi Diego Perotti mun ganga í raðir Fenerbahce á morgun en frá þessu greina ítalskir miðlar í kvöld.

Gianluca Di Marzio er á meðal þeirra blaðamanna sem segja frá þessum fréttum en Perotti kemur frítt til tyrkenska félagsins.

Perotti er þessa stundina samningsbundinn Roma en hann fær að fara frítt til Fenerbahce sem tekur yfir launamál leikmannsins.

Argentínumaðurinn er 32 ára gamall en hann hefur undanfarin fjögur ár leikið með Roma við góðan orðstír.

Fyrir það spilaði Perotti með bæði Genoa og Sevilla og á að baki fimm landsleiki fyrir Argentínu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner