Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. október 2021 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar vonast til að KA spili á nýjum velli á næsta ári
KA-svæðið orðið barn síns tíma
KA-svæðið orðið barn síns tíma
Mynd: Fótbolti.net - Andri Fannar
Greifavöllurinn ekki í góðu ásigkomulagi
Greifavöllurinn ekki í góðu ásigkomulagi
Mynd: Úr hópnum Dr. Football Leikmenn á Facebook
Arnar Grétarsson þjálfari KA var gestur hjá Elvari Geir Magnússyni og Tómasi Þór Þórðarsyni í Útvarpsþætti Fótbolta.net í dag.

Hann talaði um að KA væri að fara í uppbyggingu á nýjum velli fyrir næsta tímabil. Liðið lék heimaleiki sína í upphafi tímabils á Dalvík en færði sig síðan á Greifavöllinn sem er alls ekki í góðu ástandi.

„Aðstaðan hjá knattspyrnuhliðinni varðandi velli og annað er alveg skelfileg, þið hafið eflaust komið þangað og séð gervigrasvöllinn fyrir utan sem er barn síns tíma," sagði Arnar.

„Hann er hræðilegur, þetta er okkar æfingavöllur þangað til við förum á Greifavöllinn þegar hann er leikfær í kringum 20. júlí, þá erum við að æfa uppfrá á gervigrasi, það er ekkert annað, þetta er hræðilegur völlur."

„Svo eru menn að velta fyrir sér af hverju 5-6 leikmenn eru búnir að slíta krossbönd og við erum með öll þessi meiðsli. Þú þarft ekki að vera geimvísinda sérfræðingur til að átta þig á því að völlurinn er það slakur og oft á tíðum yfir sumarið er ekki hægt að vökva hann því það er ekki vökvunarkerfi í honum."

Hann sagði síðan að þegar KA gat fært sig yfir á Greifavöllinn var bara hægt að æfa á litlum hluta vallarins til að verja hann fyrir leiki. Arnar vonast til að ný aðstaða verði klár á KA-svæðinu í maí á næsta ári og liðið geti því byrjað að spila heimaleiki sína á KA-svæðinu þá.

„Það er löngu tímabært. Ég geri ráð fyrir því að við verðum með tvo nýja gervigrasvelli á næsta ári, það er talað um að það eigi að leggja keppnisvöllinn fyrstu vikuna í apríl, það tekur 10 daga að leggja grasið sjálft."

„Það kemur stúka líka. Ef hún verður ekki klár ætla þeir að byggja bráðabirgðastúku, setja stóla af Greifavellinum. Við gerum ráð fyrir því að einhverntíman í maí getum við spilað heimaleiki á KA-svæðinu, það verður mikil lyftistöng fyrir KA."
Útvarpsþátturinn - Landsliðið, Arnar Grétars og Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner