lau 02. október 2021 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Átti fyrsta mark Víkings að standa? - Vestri vildi víti
Pétur Bjarnason
Pétur Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslandsmeistarar Víkings eiga möguleika á að vinna tvöfalt en liðið komst í úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-0 sigur á Vestra í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  3 Víkingur R.

Kristall Máni Ingason skoraði þrennu fyrir Víking í leiknum.

Fyrsta markið hans var mjög umdeilt en Pétur Bjarnason leikmaður Vestra taldi sig eiga fá vítaspyrnu í aðdragandanum.

„Það verður allt vitlaust hérna þar sem Pétur Bjarna er með boltann í teig Víkingar og fellur við. Ég var alveg handviss um að það yrði dæmt víti en dómarinn veifar því frá. Þá bruna Víkingar í skyndisókn og bara svona 5 sekúndum seinna setti Kristall hann snyrtilega framhjá Muhammad. Dómaraskandall er orð sem ég heyri mikið núna," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu leiksins þegar Kristall skoraði fyrsta markið.

Jón Þór Hauksson sagði í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn að hann hefði viljað fá tvær vítaspyrnur í leiknum.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.


Jón Þór: Þetta var bara púra víti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner