Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. október 2021 10:32
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn leikmaður mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni
Elías Rafn er að spila vel í Danmörku
Elías Rafn er að spila vel í Danmörku
Mynd: Getty Images
Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland, er leikmaður mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni.

Elías, sem er 21 árs gamall, hefur verið magnaður í marki danska liðsins í september og átt hverja frábæru frammistöðuna á fætur annarri.

Síðan Elías hefur komið inn í mark Midtjylland hefur hann haldið hreinu í öllum fjórum deildarleikjunum sem hann hefur spilað og meira að segja lagt upp eitt mark.

Hann hélt einnig hreinu í bikarsigri á Kjellerup og var þá valinn maður leiksins í 3-1 tapi liðsins gegn portúgalska liðinu Braga í Evrópudeildinni á dögunum. Elías varði víti í leiknum og var yfirburðamaður á vellinum.

Elías var í dag valinn leikmaður mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni fyrir september og var það vel verðskuldað.

Þetta hefur verið góður mánuður fyrir markvörðinn sem er nýliði í íslenska landsliðinu sem spila við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstu dögum.


Athugasemdir
banner