Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 02. október 2021 16:13
Brynjar Ingi Erluson
England: Fyrsta mark Werner kom í sigri á Southampton
Timo Werner og Romelu Lukaku gátu leyft sér að fagna
Timo Werner og Romelu Lukaku gátu leyft sér að fagna
Mynd: EPA
Hee-Chan Hwang skoraði tvö fyrir Wolves
Hee-Chan Hwang skoraði tvö fyrir Wolves
Mynd: Getty Images
Chelsea er komið í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Southampton í sjöundu umferð deildarinnar í dag. Timo Werner gerði fyrsta deildarmark sitt á tímabilinu.

Thomas Tuchel gerði nokkrar breytingar á liði Chelsea fyrir leikinn en Trevor Chalobah kom inn í byrjunarliðið. Hann þakkaði traustið strax á 9. mínútu. Chelsea átti hornspyrnu á kollinn á Ruben Loftus-Cheek. Hann náði snertingu í boltann áður en Chalobah mætti á fjærstöngina og skoraði.

Chelsea kom boltanum tvisvar í markið undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst var það Romelu Lukaku sem gerði mark á 36. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu og svo var mark tekið af Timo Werner fimm mínútum síðar.

Callum Hudson-Odoi sendi boltann fyrir markið og stökk Werner upp og stangaði hann í netið. Hann fagnaði markinu en niðurstaðan ekkert mark eftir niðurstöðu VAR. Azpilicueta var brotlegur í aðdragandanum.

Southampton fékk víti á 59. mínútu eftir að Ben Chilwell braut á Tino Livramento innan teigs. James Ward-Prowse tók spyrnuna og skoraði en hann breyttist í skúrk er hann fékk rautt spjald fyrir ljótt brot á Jorginho.

Chelsea nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk til að tryggja sigurinn. Werner skoraði fyrsta mark sitt í deildinni eftir sendingu frá Cesar Azpilicueta. Chilwell gerði þriðja mark Chelsea. Lukaku átti skot sem fór í stöng áður en Azpilicueta þrumaði boltanum í slá. Allt er þegar þrennt er og kláraði Chilwell í þriðju tilraun heimamanna.

Lokatölur 3-1 og Chelsea komið á toppinn með 16 stig.

Burnley og Norwich gerðu þá markalaust jafntefli á Turf Moor. Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á bekknum en kom inná sem varamaður á 60. mínútu.

Leeds vann Watford 1-0. Spænski varnarmaðurinn Diego Llorente skoraði eina mark leiksins á 18. mínútu. Þá vann Wolves 2-1 sigur á Newcastle þar sem Hee-Chan Hwang gerði bæði mörk Úlfanna.

Úrslit og markaskorarar:

Burnley 0 - 0 Norwich

Chelsea 3 - 1 Southampton
1-0 Trevoh Chalobah ('9 )
1-1 James Ward-Prowse ('60 , víti)
2-1 Timo Werner ('84 )
3-1 Ben Chilwell ('89 )
Rautt spjald: James Ward-Prowse, Southampton ('77)

Leeds 1 - 0 Watford
1-0 Diego Llorente ('18 )

Wolves 2 - 1 Newcastle
1-0 Hee-Chan Hwang ('20 )
1-1 Jeff Hendrick ('41 )
2-1 Hee-Chan Hwang ('58 )
Athugasemdir
banner
banner