Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. október 2021 18:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Forseti Barcelona styður við bakið á Koeman
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman situr í sjóðandi heitu sæti í stjórastól Barcelona þessa dagana.

Barcelona er í 8. sæti La Liga eftir sex leiki og situr á botni E-riðils í Meistaradeildinni án stiga eftir tvær umferðir.

Guillem Balague er áreiðanlegur fjölmiðlamaður á Spáni og hann taldi að það væri bara tímaspursmál hvenærKoeman yrði rekinn.

Barcelona heimsækir Atletico Madrid í spænsku deildinni í kvöld og forseti Barcelona, Joan Laporta, sagði að sama hvernig fer í kvöld að þá muni Koeman vera áfram stjóri Barcelona.

„Koeman mun vera áfram stjóri Barcelona. Sama hvernig fer í dag þá mun hann vera áfram," sagði Laporta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner