Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Held að það muni ekki leysa neitt að skipta um þjálfara"
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Það er svo sannarlega heitt undir Ronald Koeman, þjálfara Barcelona, eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Börsungar hafa aðeins unnið einn leik af fimm síðustu og staðan í Meistaradeildinni er svört. Barcelona-liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni - gegn Bayern München og Benfica - með markatölunni 3-0.

Það hefur allt verið í rugli hjá Barcelona undanfarin ár. Félagið hefur tekið heimskulegar ákvarðanir í bland við kórónuveirufaraldurinn, og það hefur skilað liðinu miklum fjárhagsvandræðum. Út af þessum fjárhagsvandræðum, þá þurfti félagið að láta Lionel Messi fara í sumar.

Það hefur verið mikið rætt og skrifað um að Koeman sé að missa starfið. Hann er allavega með stuðning frá landa sínum, Frenkie de Jong, sem spilar á miðjunni hjá Börsungum.

„Ég held að það muni ekki leysa neitt að skipta um þjálfara," sagði De Jong eftir tapið stóra gegn Benfica á miðvikudagskvöld. „Við erum að reyna allt og við erum að leggja mikið á okkur, en þetta var ekki dagurinn okkar."

Koeman telur sig vera með stuðning frá leikmönnum en hann er ekki svo viss þegar kemur að öðru fólki innan félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner