Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 02. október 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hugsaði um Van Dijk þegar hann sá Saliba fyrst
William Saliba.
William Saliba.
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn William Saliba þykir mjög spennandi. Hann er núna á láni hjá Marseille í frönsku úrvalsdeildinni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal.

Nicolas St-Maurice, styrktarþjálfari sem vinnur með ríka og fræga fólkinu, telur að framtíðin sé björt fyrir Saliba. Hann hefur unnið með miðverðinum efnilega.

„Hann er mjög fínn náungi og leggur mikið á sig," sagði St. Maurice við football.london þegar hann var spurður út í hinn tvítuga Saliba.

„Við höfum unnið í mörgum hlutum eins og hraða og krafti. Þegar þú ert stór og sterkur, þá ertu yfirleitt ekki eins hraður og minni strákarnir. Við höfum unnið saman í því og hann stóð sig mjög vel. Þegar ég sá hann fyrst, þá hugsaði ég um (Virgil) van Dijk. Hann getur náð mjög langt."

Van Dijk spilar með Liverpool og er einn af bestu miðvörðum í heimi, ef ekki sá besti.

Styrktarþjálfarinn telur að Saliba muni mögulega fá hlutverk hjá Arsenal á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner