lau 02. október 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak hélt fyrst með Arsenal - Breyttist eftir titilfögnuð á Old Trafford
Arsenal maðurinn skilur ekkert í United manninum.
Arsenal maðurinn skilur ekkert í United manninum.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Í landsleik á dögunum.
Í landsleik á dögunum.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Það hefur verið fjallað um það áður að Ísak Bergmann Jóhannesson, einn af okkar efnilegustu leikmönnum, heldur með Manchester United á Englandi.

Það hefur einnig verið vakin athygli á þeirri staðreynd að Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir Ísaks, heldur með erkifjendum United, Liverpool.

Sjá einnig:
Guðjónssynir halda með Liverpool en Ísak og Jói með Man Utd

„Ég held það sé bara tilviljun að þetta sé svona," sagði Ísak Bergmann þegar hann var spurður út í þetta fyrr á þessu ári.

Verða einhver skot eð rifrildi um liðin milli feðganna?

„Nei, yfirleitt voða rólegir. Pabbi skildi alveg að ég vildi frekar halda með Ronaldo, Rooney og Tevez í staðinn fyrir Jay Spearing, Ryan Babel og David Ngog," sagði Ísak. Fréttaritari ræddi við Jóhannes Karl á dögunum og spurði hann út í þessa staðreynd.

Þú heldur með Liverpool en af hverju heldur hann með Manchester United?

„Það er náttúrulega fáránlegt," sagði Jói Kalli og hló. „Ég er búinn að vera hæla honum þvílíkt fyrir að hafa mikið vit á fótbolta og vera klár en svo heldur hann með United," sagði Jói Kalli léttur.

„Það verður að koma því að að fyrsta enska liðið sem hann hélt með var Arsenal. Þegar við fluttum til Manchester frá Hollandi, þegar ég fer í Burnley, þá fluttum við ekki langt frá Old Trafford."

„Hann fór einhvern tímann og tók á móti liðinu þegar þeir komu með úrvalsdeildartitilinn, fögnuðu því á Old Trafford eftir einhvern útileik. Eftir það var ekki aftur snúið, hann hefur haldið með United alla tíð síðan."

„Það er þannig á heimilinu að það er 50:50 skipting á heimilinu milli Liverpool og United. Það gerir þetta bara skemmtilegra,"
sagði Jói Kalli.

Jói Kalli ræddi um Ísak:
Rosalega stoltur af Ísak - Útskýrir af hverju FCK var betra skref en Wolves
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner