Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   lau 02. október 2021 14:59
Brynjar Ingi Erluson
Ísak Snær: Ég vil fá Skagamenn, Mosfellinga og allt landið til að styðja Skagann
Ísak Snær Þorvaldsson
Ísak Snær Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísak Snær Þorvaldsson átti frábæran leik er ÍA tryggði sig í bikarúrslit með 2-0 sigri á Keflavík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  0 Keflavík

Ísak Snær lagði upp fyrra markið fyrir Gísla Laxdal Unnarsson og var gríðarlega öflugur á miðsvæðinu.

ÍA hefur verið í frábærum gír í síðustu leikjum. Liðið tryggði sæti sitt í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar með mögnuðum endurkomusigri á Keflavík.

2-0 sigur hafðist svo í dag og ljóst að liðið leikur til bikarúrslita gegn Vestra eða Víkingi.

„Ég er orðlaus. Þetta er geggjað og fyrsta skipti sem ég kemst í bikarúrslit í meistaraflokki. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni

„Við vissum að þeir myndu koma brjálaðir inn í leikinn eftir síðustu viku en við vorum tilbúnir í það. Þegar vörnin er svona þá fer ekkert í gegnum hana."

„Ég vil fá alla Skagamenn, alla úr bænum og alla sem eru með tengingu við Skagann, mína Mosfellinga og allt landið má mæta að styðja Skagann. Ég vil að stemningin sé eins og hérna, jafnvel hærri og við ætlum að taka þann leik líka."


Ísak á sér ekki óska mótherja, eina sem hann veit er að ÍA ætlar að vinna þann leik.

„Mér er alveg sama. Við ætlum að taka það, sama hvað. Það væri gaman að hafa tvo Skagamenn á hliðarlínunni en mér er svosem sama," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner