Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. október 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Tímabilið er ekki alveg búið
ÍA mætir Keflavík í hádeginu.
ÍA mætir Keflavík í hádeginu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er spennandi dagur framundan í íslenska boltanum; tímabilið er ekki alveg búið.

Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna fór fram í gærkvöld, og í kvöld verða undanúrslitin í Mjólkurbikar karla spiluð.

Dagurinn verður tekinn snemma. Í hádeginu, klukkan 12:00, mætast ÍA og Keflavík á Akranesi. Þessi lið mættust í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar og þá vann ÍA magnaðan 3-2 sigur eftir að hafa lent 2-0 undir. ÍA hélt sér uppi með þeim sigri.

Að þeim leik loknum mætast svo Vestri og Víkingur. Vestri er eina Lengjudeildarliðið sem er eftir og þeir mæta ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Víkings í dag. Leikurinn fer fram á Meistaravöllum í Vesturbæ þar sem ekki er hægt að spila á Ísafirði vegna veðurs.

laugardagur 2. október

Mjólkurbikar karla
12:00 ÍA-Keflavík (Norðurálsvöllurinn)
14:30 Vestri-Víkingur R. (Meistaravellir)
Athugasemdir
banner
banner