Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. október 2021 13:56
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: ÍA í úrslit í fyrsta sinn í átján ár
Skagamenn em eru komnir í úrslit.
Skagamenn em eru komnir í úrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stemmningin í stúkunni var gríðarleg.
Stemmningin í stúkunni var gríðarleg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 2 - 0 Keflavík
1-0 Gísli Laxdal Unnarsson ('10 )
2-0 Gísli Laxdal Unnarsson ('26 )
Rautt spjald: Davíð Snær Jóhannsson , Keflavík ('71) Lestu um leikinn

ÍA er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir 2-0 sigur á Keflavík á Norðurálsvellinum á Akranesi í dag. Skagamenn eru komnir í úrslit í fyrsta sinn í átján ár.

Heimamenn komust yfir eftir tíu mínútu. Gísli Laxdal Unnarsson gerði það. Ísak Snær Þorvaldsson keyrði upp völlinn og fann Gísla vinstra megin í teignum og skoraði með góðu skoti í nærhornið.

Skagamenn tvöfölduðu forystuna á 26. mínútu og aftur var það Gísli sem gerði markið. Vindurinn hjálpaði aðeins til en Sindri Kristinn, markvörður Keflvíkinga, átti markspyrnu sem rataði á Steinar Þorsteinsson. Hann skallaði boltann í átt að teig og var Gísli fyrstur að átta sig, tók hlaupið í teiginn og afgreiddi svo af öryggi.

ÍA var líklegt til að bæta við fleiri mörkum í fyrri hálfleik en Sindri varði vel og hélt þeim á lífi.

Davíð Snær Jóhannsson, leikmaður Keflavíkur, var rekinn af velli á 71. mínútu er hann braut á Ísaki. Þetta var hans annað gula spjald og þar með rautt.

Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að setja pressu á ÍA en það skilaði sér ekki með marki og lokatölur 2-0.

ÍA er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrsta sinn síðan árið 2003. Liðið mætir Víkingi eða Vestra í úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner