Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 02. október 2021 16:28
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Kristall Máni gerði þrennu og skaut Víkingum í úrslit
Kristall Máni Ingason gerði öll mörk Víkings
Kristall Máni Ingason gerði öll mörk Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru komnir í bikarúrslit
Víkingar eru komnir í bikarúrslit
Mynd: Haukur Gunnarsson
Vestri 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Kristall Máni Ingason ('26 )
0-2 Kristall Máni Ingason ('70 )
0-3 Kristall Máni Ingason ('82 )
Lestu um leikinn

Það var heldur betur dómaradramatík er Víkingur R. tryggði sæti sitt í bikarúrslitum með 3-0 sigri á Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í vesturbænum í dag.

Vestramenn vildu fá vítaspyrnu á 12. mínútu leiksins er Nikolaj Madsen féll í teignum. Ekkert var dæmt og áfram hélt leikurinn en það var heldur betur dramatík er fyrsta mark leiksins var skorað.

Pétur Bjarnason, framherji Vestra, var tekinn niður í teignum og nokkrum sekúndum síðar fóru Víkingar fram völlinn sem endaði með því að Kristall Máni Ingason skoraði.

Það varð allt vitlaust og vildu leikmenn Vestra fá vítaspyrnu og höfðu eitthvað til síns máls enda virtist vera um klárt brot að ræða.

Víkingar sköpuðu sér nokkur góð færi í þeim síðari og þá fékk Vestri eitt ákjósanlegt færi eftir misskilning í teig Víkinga en Ingvar Jónsson varði vel.

Kristall Máni bætti við öðru marki fyrir Víking á 70. mínútu. Víkingar unnu boltann á miðjunni og Kristall fékk boltann, keyrði í átt að teignum og setti hann á fjærstöngina.

Hann fullkomnaði þrennu sína á 82. mínútu eftir sendingu frá Kwame Quee og var það síðasti naglinn í kistu Vestra.

Lokatölur 3-0 fyrir Víking sem er komið í bikarúrslit og annar úrslitaleikur þeirra í röð. LIðið mætir ÍA á Laugardalsvelli þann 16. október næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner