Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mkhitaryan með gegn Íslandi í þetta sinn
Icelandair
Mkhitaryan leikur með Roma á Ítalíu.
Mkhitaryan leikur með Roma á Ítalíu.
Mynd: Roma
Henrikh Mkhitaryan er í landsliðshópi Armeníu fyrir leikinn gegn Íslandi á Laugardalsvelli í undankeppni HM í þessum mánuði.

Mkhitaryan var ekki með í fyrri leiknum í mars þar sem hann var að glíma við meiðsli. Þrátt fyrir fjarveru hans, þá tapaði Ísland 2-0. Ísland var líka án síns besta manns í þeim leik, Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Gylfi er heldur ekki með Íslandi núna þar sem lögreglan í Bretlandi er enn að rannsaka málefni hans.

Mkhitaryan, sem leikur með Roma á Ítalíu, mætir hins vegar aftur í lið Armeníu.

Lucas Zelarayan, leikmaður Columbus Crew í MLS-deildinni, er einnig í hópnum. Hann er fæddur í Argentínu en ákvað nýverið að spila með Armeníu, þangað sem hann á ættir að rekja. Þetta verður hans fyrsta landsliðverkefni.

Hægt er að sjá landsliðshópinn í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner