Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. október 2021 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Owen vildi sjá Lingard í byrjunarliðinu
Mynd: Getty Images
Manchester United gerði jafntefli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það kom gríðarlega á óvart að Ole Gunnar Solskjær hafi byrjað með leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo og Paul Pogba á bekknum í dag.

Michael Owen sagði eftir leikinn að hann hafi furðað sig á því að Jesse Lingard hafi ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu.

„Ég trúi því ekki að Lingard hafi ekki byrjað í dag. Hann gerði gríðarlega vel þegar hann kom inná gegn Villarreal. Hann fékk aðeins sex mínútur í þeim leik og átti góðan leik, ég trúi því ekki að hann byrjaði ekki í dag. Hann lætur eitthvað gerast í hvert skipti sem hann stígur út á völlinn."

„Ég hélt að það væri bara tímaspursmál hvenær hann fengi tækifærið og ég hélt að það yrði í dag," sagði Owen að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner