Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 02. október 2021 12:07
Brynjar Ingi Erluson
Schmeichel í viðtali hjá Bjarna og Gylfa: Hissa að Ronaldo sé ekki að spila
Peter Schmeichel
Peter Schmeichel
Mynd: Getty Images
Hann er hissa á því að Ronaldo sé ekki í byrjunarliðinu
Hann er hissa á því að Ronaldo sé ekki í byrjunarliðinu
Mynd: EPA
Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United og danska landsliðsins, ræddi við þá Bjarna Þór Viðarsson og Gylfa Einarsson á Símanum fyrir leik United gegn Everton á Old Trafford í dag.

Schmeichel var aðalmarkvörður United frá 1991 til 1999 þar sem hann vann meðal annars þrennuna á síðasta ári hans hjá félaginu.

Hann var þá leiðtogi í danska landsliðinu þar sem hann vann Evrópumótið árið 1992.

Í dag vinnur hann sem sérfræðingur í kringum fótbolta en hann var í viðtali við þá Bjarna Þór og Gylfa á Símanum fyrir leik United gegn Everton.

„Ég er svolítið hissa að Ronaldo er ekki að spila. Þetta er síðasti leikur fyrir landsleikjahlé. Kannski er það af því hann var að spila í Meistaradeildinni á miðvikudag. Cristiano er ekki leikmaður sem þú hvílir og ég er viss um að hann myndi ekki gera það nema það hafi verið talað við hann," sagði Schmeichel við Bjarna Þór og Gylfa.

„Við vitum að Benite er taktískur og hann breytir þessu í hverjum leik en þetta snýst um að hvað Manchester United gerir í dag. Það sem er mikilvægast er að vinna og að spila vel. Þeir vita að þeir eru undir pressu í fjölmiðlum en United telur sig geta verið í titilbaráttu og ég trúi að við erum með hópinn en við þurfum að komast þangað."

„Þetta er eitthvað sem Alex vildi alltaf leggja áherslu á er að hafa hátt tempó til að halda mönnum á tánum. Við áttum alveg kafla þar sem þetta var ekki virki og svo áttum við kafla þar sem þetta var algert virki. Svo kom Covid og þá var ekki saman pressan en síðustu minningar liðanna hér er að það var bara allt í lagi að koma hérna."

„Ef liðið spilar vel og á góða og sannfærandi frammistöðu, ná í sigur og þrjú stig þá mun þetta klára þessa fáránlegu umræðu sem er í gangi. Það getur allt gerst í leikjunum eftir þennan og við komumst á toppinn kannski í nokkra klukkutíma en við erum alla vega þarna. Það yrði mikilvægt."

„Man City mætti til Chelsea og maður hélt að þeir væru líklegastir en City fór illa með þá. Það kom á óvart. Það er hins vegar lítið búið af þessu tímabili," sagði hann meðal annars í viðtalinu en hægt er að sjá það hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner