Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. október 2021 15:26
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Við þurfum að gera betur
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið þurfi að gera betur, en hann og lærisveinar hans gerðu 1-1 jafntefli við Everton í dag.

Anthony Martial kom United yfir undir lok fyrri hálfleiks en um miðjan síðari hálfleikinn jafnaði Andros Townsend metin. Þetta er annar leikurinn í röð sem United mistekst að vinna.

„Partur af leiknum var mjög góður. Við byrjðum vel og skoruðum frábær mark en í þeim síðari vantaði herslumuninn á því að ná í annað mark. Við fáum hornspyrnu og fimm sekúndum síðar skora þeir. Það er of mikið."

„Við vorum með nóg af leikmönnum á bakvið boltann en náðum ekki að stjórna hlutunum. Við náðum ekki skipuleggja okkur nógu vel eftir markið."

„Við gáfum þeim nokkrar skyndisóknir en þeir spiluðu ekki í gegnum okkur. Það var alveg eins á miðvikudag. Við þurfum að gera betur þegar við ákveðum að taka áhættur. Þeir sköpuðu hættuleg færi í skyndisóknunum,"
sagði Solskjær ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner