Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. október 2021 10:14
Brynjar Ingi Erluson
Sterling gæti yfirgefið Man City - Barcelona vill fá Klopp
Powerade
Klopp er á óskalista Barcelona
Klopp er á óskalista Barcelona
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling á förum frá Man City?
Raheem Sterling á förum frá Man City?
Mynd: EPA
Þá er komið að öllu því helsta í slúðrinu úr fótboltaheiminum á þessum fína laugardegi.

Enski vængmaðurinn Raheem Sterling (26) gæti farið frá Manchester City á næstunni þrátt fyrir að hafa gert hálfgert vopnahlé við Pep Guardiola, stjóra félagsins. (Telegraph)

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er á óskalista Barcelona til að taka við af Ronald Koeman. Framtíð Koeman liggur í lausu lofti eftir slaka byrjun á tímabilinu. (Daily Mail)

Dusan Vlahovic (21), framherja Fiorentina, dreymir um að spila með Man City. Hann var orðaður við Englandsmeistarana í sumar. (Gazzetta delli Sport)

Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur gagnrýnt Arsene Wenger, fyrrum stjóra félagsins, fyrir plön hans um að halda HM á tveggja ára fresti. Hann segir þetta hafa mikil áhrif á andlega heilsu. (Sun)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, hefur sagt Jadon Sancho að vera beinskeittari fyrir framan markið en hann hefur ekki enn komið að marki fyrir liðið. (Mirror)

Timo Werner (25), framherji Chelsea, berst fyrir framtíð sinni hjá félaginu, en honum hefur gengið illa að finna sig eftir komu Romelu Lukaku. (London Evening Standard)

Arsenal vill kaupa Lorenzo Insigne (30), leikmann Napoli, ef hann ákveður að yfirgefa uppeldisfélagið. (Corriere dello Sport)

Chelsea hefur einnig áhuga á Insigne, sem hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning. (Daily Mail)

Man City er að íhuga að leggja fram tilboð í Pau Torres (24), varnarmann Villarreal. (Marca)

Everton ætlar að leggja fram tilboð í Sean Longstaff (23), leikmann Newcastle United. (Independent)

Real Madrid hefur efni á því að kaupa Erling Haaland (21), framherja Borussia Dortmund, næsta sumar. Madrídingar eru enn áhugasamir um Kylian Mbappe (22), leikmann Paris Saint-Germain. (AS)

Axel Tuanzebe (23), varnarmaður Man Utd, er á láni hjá Aston Villa, en hann vill gera félagaskipti varanleg. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner