Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. október 2021 15:54
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Naumur sigur Dortmund - Annað tap Wolfsburg
Borussia Dortmund vann 2-1 sigur á Augsburg
Borussia Dortmund vann 2-1 sigur á Augsburg
Mynd: EPA
Joe Scally skoraði fyrir Gladbach og hér fagnar hann marki sínu
Joe Scally skoraði fyrir Gladbach og hér fagnar hann marki sínu
Mynd: EPA
Borussia Dortmund er komið upp í annað sæti þýsku deildarinnar eftir 2-1 sigur á Augsburg í dag. Wolfsburg tapaði þá öðrum leik sínum í röð.

Portúgalski vinstri vængmaðurinn Raphael Guerreiro kom Dortmund yfir á 10. mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Andi Zeqiri jafnaði metin tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.

Julian Brandt gerði sigurmark Dortmund á 51. mínútu og þar við sat en liðið spilaði án Erling Braut Haaland í dag. Þetta þýðir að Dortmund er komið upp í annað sæti deildarinnar með 15 stig.

Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Augsburg.

Wolfsburg tapaði öðrum leik sínum í röð er liðið tapaði fyrir Borussia Monchengladbach, 3-1. Wolfsburg vann fyrstu fjóra leiki tímabilsins en ekkert hefur gengið síðan.

Stuttgart vann þá Hoffenheim 3-1 á meðan Freiburg lagði Herthu Berlín, 2-1.

Úrslit og markaskorarar:

Borussia D. 2 - 1 Augsburg
1-0 Raphael Guerreiro ('10 , víti)
1-1 Andi Zeqiri ('35 )
2-1 Julian Brandt ('51 )

Wolfsburg 1 - 3 Borussia M.
0-1 Breel Embolo ('5 )
0-2 Jonas Hofmann ('7 )
1-2 Luca Waldschmidt ('24 )
1-2 Lars Stindl ('78 , Misnotað víti)
1-3 Tony Jantschke ('90 )
Rautt spjald: Maxence Lacroix, Wolfsburg ('76)

Stuttgart 3 - 1 Hoffenheim
1-0 Marc-Oliver Kempf ('18 )
2-0 Konstantinos Mavropanos ('60 )
3-0 Roberto Massimo ('81 )
3-1 Jacob Bruun Larsen ('84 )

Hertha 1 - 2 Freiburg
0-1 Philipp Lienhart ('17 )
1-1 Krzysztof Piatek ('70 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner