Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. október 2021 14:27
Brynjar Ingi Erluson
Townsend tók Ronaldo-fagnið: Ég ólst upp við að horfa á hann spila
Andros Townsend lék eftir fagnið hans Ronaldo
Andros Townsend lék eftir fagnið hans Ronaldo
Mynd: EPA
Fagn Andros Townsend gegn Manchester United vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum en hann reyndi að leika eftir fagn Cristiano Ronaldo.

Townsend jafnaði metin fyrir Everton gegn United á Old Trafford á 65. mínútu.

Everton keyrði fram í skyndisókn þar sem Demerai Gray fór illa með Fred áður en hann fann Abdoulaye Doucoure. Franski leikmaðurinn sá svo Townsend aleinan á auðum sjó sem jafnaði svo metin.

Townsend fagnaði markinu vel og innilega. Hann tók þekkt fagn Ronaldo í leiknum en það var ekki gert til að gera lítið úr portúgalska sóknarmanninum.

„Hann er goðið mitt. Ég ólst upp við að horfa á hann spila og hef eytt mörgum tímum á æfingasvæðinu að framkvæma tæknina hans en ég hefði kannski átt að eyða meiri tíma í að vinna í fagninu. Þetta var ekki fullkomin framkvæmd. Ég vildi sýna honum virðingu með því að fagna svona," sagði Townsend eftir leik.

Hægt er að sjá markið og fagnið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner