Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 02. október 2021 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Virkilega gaman að sjá hvert Brynjar Ingi er kominn"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Grétarsson þjálfari KA var gestur hjá Elvari Geir Magnússyni og Tómasi Þór Þórðarsyni í útvarpsþætti fótbolta.net í dag.

Þeir spjölluðu um allt milli himins og jarðar. Hann var meðal annars spurður út í það hvað honum fannst standa upp úr á tímabilinu. Þar nefndi hann Brynjar Inga Bjarnason.

„Mér finnst virkilega gaman að sjá hvert Brynjar Ingi er kominn. Það er strákur sem mætti á hverja einustu morgunæfingu, við vorum heppnir í KA að geta æft oft á morgnanna allan veturinn og þá gátum við verið að vinna í einstaklingsmiðuðum æfingum og hann var þvílíkt duglegur,"

Brynjar Ingi lék 10 leiki fyrir KA á þessari leiktíð áður en hann lagði af stað í atvinnumennsku til Lecce á Ítalíu. Margir höfðu kallað eftir því að hann ætti að vera í u21 landsliðshópnum á EM en svo var ekki.

Hann var síðan valinn í A-landsliðið og á sex A-landsleiki og tvö mörk að baki en aldrei spilað yngri landsleik.

„Mér finnst alltaf gott að geta tekið dæmi, eitthvað sem þú getur bent á, 'sjáðu þennan gæja' hvar er hann í dag? Hann byrjar á því að rétt að komast í KA-liðið svo breytist hann í að vera einn besti varnarmaður á Íslandi, fær tækifæri með íslenska landsliðinu og stendur sig gríðarlega vel þar og kemst svo út og er að banka á dyrnar þar sem mér finnst frábært."
Útvarpsþátturinn - Landsliðið, Arnar Grétars og Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner