Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. nóvember 2019 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
England: Abraham skoraði og lagði upp í fimmta sigrinum í röð
Mynd: Getty Images
Watford 1 - 2 Chelsea
0-1 Tammy Abraham ('5)
0-2 Christian Pulisic ('55)
1-2 Gerard Deulofeu ('79, víti)

Frábær sigurganga Chelsea hélt áfram í dag er liðið heimsótti botnlið Watford.

Tammy Abraham skoraði snemma leiks eftir geggjaða stungusendingu frá Jorginho og leiddu gestirnir í hálfleik, 0-1.

Lærisveinar Frank Lampard stjórnuðu leiknum og tvöfaldaði Christian Pulisic forystuna á 55. mínútu eftir lága fyrirgjöf frá Abraham.

Watford náði að minnka muninn á 79. mínútu þegar VAR herbergið dæmdi vítaspyrnu fyrir brot á Gerard Deulofeu. Deulofeu steig sjálfur á punktinn og skoraði.

Ben Foster, markvörður Watford, komst nálægt því að jafna í uppbótartíma en Kepa Arrizabalaga varði vel. Meira var ekki skorað og lokatölur 1-2.

Þetta var fimmti sigur Chelsea í röð og er liðið í þriðja sæti, með 23 stig eftir 11 umferðir. Watford er á botninum með 5 stig.
Athugasemdir
banner
banner